Klukkan 9:30 – Hvammur
Ragnar Jóhannsson, sviðstjóri Rannsókna- og ráðgjafastofnun Hafs og Vatna
Ísland hefur einstakar aðstæður upp á að bjóða til eldis á laxfiskum í landeldi. Á það sérstaklega við svæði á suðvesturströndinni. Það svæði hefur bæði upp á að bjóða gjöfular jarðsjósborholur, jarðhita og ákjósanleg byggingarsvæði. Til að hægt sé að nýta þessi gæði þarf að nýta vatn og varma með skynsamlegum hætti. Farið verður yfir hönnun eldiskerfa með endur nýtingu vatns innan kera með sem hagkvæmustum hætti.