Áhrif fiskeldis á samfélag og byggðaþróun

Klukkan 10:55 – Gullteigur A & B

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Þekkt er og margumrætt að atvinnugreinin fiskeldi hefur áhrif á efnahag og umhverfi. Minna er rætt um áhrif atvinnugreinarinnar á samfélögin þar sem hún byggist upp. Þessi áhrif eru margvísleg og mikilvægt að huga að fjölmörgum þáttum við uppbyggingu alveg nýrrar atvinnugreinar, ekki síst í dreifðum byggðum.  Erindið fjallar um samfélagsleg áhrif sem fiskeldið hefur þegar haft og væntingar til framtíðar.