Áhrif fiskeldis á byggðaþróun í Norður Noregi

Klukkan 10:35 – Gullteigur A & B

Gunnar Davíðsson, deildarstjóri Fylkisstjórn Troms og Finnmark

Standbyggðir Noregs hafa undanfarna áratugi búið við sömu stöðu og margar sjávarbyggðir á Íslandi, með fólksfækkun, atgerfisflótta og einhæfu atvinnulífi. Fiskveiðar og vinnsla voru undirstöður byggðar ásamt landbúnaði og opinberri starfsemi. Fiskeldi og tengd atvinnustarfsemi hefur gjörbreytt stöðunni og gefið tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar, þar sem krafist er  bæði menntunar og reynslu. Þetta hefur snúið vörn í sókn fyrir strandbyggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum, sem nú búa við fólksfjölgun og hækkandi tekjur. Í erindinu verður farið yfir nokkra af þessum þáttum og gerður samanburður milli Noregs og Íslands, en Norðmenn eru komnir mun lengra í þessari þróun en við. Slíkur samanburður gæti gefið vísbendingu um áframhald þeirrar þróunar sem þegar er hafin á Íslandi.