Strandbúnaður

Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Hlutverk vettvangsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun.   Fyrsta verkefni Strandbúnaðar er að halda ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík dagana 13. – 14. mars 2017.  Áður var gert ráð fyrir að vera með ráðstefnuna seinnihluta febrúar, en henni hefur verið seinkað af ýmsum ástæðum.

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við  strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.