Á árinu 2017 var ráðstefnan Strandbúnaður haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Gullteigur stærsti ráðstefnusalur á Grand Hótel Reykjavík hentaði mjög vel fyrir ráðstefnu af þeirri stærðargráðu sem Strandbúnaður er.
Vegna breytinga sem eru framundan hjá Grand Hótel Reykjavík var fyrirhugað að leggja niður ráðstefnusalinn Gullteig í byrjun ársins 2018. Þeim framkvæmdum hefur verið frestað a.m.k. í hálft ár og höfum við því ákveðið að halda okkur þar á árinu 2018.
Þann 17. maí var send fréttatilkynning um að ráðstefnan mynd vera á Hilton Reykjavík Nordica á árinu 2018. Sama dag barst póstur frá Grand Hótel Reykjavík um ofannefndar breytingar.
Við stefnum að því að halda Strandbúnað 2019 á Hilton Reykjavík Nordica.