Erindi og myndir á vef ráðstefnunnar
Nú er hægt að sækja flest öll erindi sem haldin voru á Strandbúnaði 2017 á vef ráðstefnunnar undir liðnum Dagskrá 2017. Jafnframt er hægt að sækja tæplega 40 myndir á vef ráðstefnunnar.
Þátttakendur
Skráðir þátttakendur voru um 260 manns sem verður að teljast nokkuð gott miðað við fyrstu ráðstefnu vettvangsins. Til samanburðar voru skráðir þátttakendur 315 á fyrstu Sjávarútvegsráðstefnunni en eru nú um 800.
Hluthafar
Hluthafar Strandbúnaðar eru nú 13 og ætlum við að fjölga þeim á þessu ári til að styrkja vettvanginn.
Það eru hluthafar, eða aðalfundur sem tekur ákvörðun um verkefnin og hvert við munum stefna í framtíðinni – Er þú tilbúin að aðstoða okkur við að byggja upp vettvanginn? Þeir sem hafa áhuga hafið samband við Valdimar Ingi Gunnarsson (valdimar@sjavarutvegur.is).
Styrktaraðilar
Sérstakar þakkir til aðalstyrktaraðila Strandbúnaðar 2017, Eimskip og Arion banka. Merki annarra styrktaraðila er að finna á slóðinni HÉR. Framlag styrktaraðila er drifkrafturinn við uppbyggingu á Strandbúnaði og gefur okkur kost á að halda ráðstefnugjaldi í hófi. Nú leitum við að styrktaraðilum fyrir Strandbúnað 2018 sem haldinn verður um miðjan mars.
Stjórn Strandbúnaðar
Í stjórn Strandbúnaðar koma nú inn tveir nýir, en það eru; Arnþór Gústafsson og Þorleifur Eiríksson. Þeir sem sitja áfram í stjórn Strandbúnaðar eru: Arnljótur Bjarki Bergsson, Elvar Árni Lund, Halla Jónsdóttir og Höskuldur Steinarsson. Þeir sem ganga úr stjórn eru; Jónas Jónasson og Valdimar Ingi Gunnarsson. Þeim er þakkað góð störf.