Menntun starfsfólks í fiskeldi

Klukkan 13:00-14:30 – Gullteigur Umsjónarmaður málstofu: Anna Guðrún Edvardsdóttir Málstofustjóri: Þorleifur Ágústsson Fiskeldi á Íslandi, bæði í sjó og á landi, hefur aukist mjög á undanförum árum. Stækkun fiskeldisfyrirtækjanna og framleiðsluaukningu á eldisfiski hefur í för með sér að eftirspurn eftir menntuðu starfsfólki er meiri en framboðið. Mikilvægt er því að tryggja aðgengi að menntun […]

Viðhorf atvinnugreinarinnar til menntunar í fiskeldi

Klukkan 13:45 – Gullteigur Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldi ehf Í hratt vaxandi atvinnugrein er þörf fyrir menntað starfsfólk. Hvernig byggjum við upp menntun og þekkingu í greininni?

Kynning á BRIDGES – samstarfsverkefni um uppbyggingu náms í fiskeldi

Klukkan 13:30 – Gullteigur Ástríður Einarsdóttir, verkefnastjóri Háskólanum á Hólum Í erindinu verður verkefnið Bridges kynnt, en verkefnið er alþjóðlegt samstarfsverkefni styrkt af Erasmus +. Markmið verkefnisins er að efla kennslu í fiskeldi með því að  þróa kennsluaðferðir og kennsluefni. Sérstaklega verður unnið að því að tengja saman kennslu í fiskeldi á lægri stigum við […]

Diploma nám í fiskeldi

Klukkan 13:15 – Gullteigur Bjarni Kristófer Kristjánsson, Háskólinn á Hólum Háskólinn á Hólum hefur boðið upp á menntun í fiskeldi síðan 1984. Námið hefur þróast á þessum tíma í takti við þróun atvinnugreinarinnar. Nú býður skólinn upp á eins ár diplóma nám í fiskeldi, auk rannsóknartengds meistaranáms og samnorræns meistaranáms í nýtingu sjávarauðlinda. Skólinn leiðbeinir […]

Starfsmenntun í fiskeldi

Klukkan 13:00 – Gullteigur Klemenz Sæmundsson, verkefnastjóri Fisktækniskólinn Gerð er grein fyrir námi og kennslu í sjókvíaeldi á Vestfjörðum í samstarfi við Háskólann á Hólum og helstu fyrirtækjum í greininni og uppbyggingu starfsmenntunar í fiskeldi á framhaldsskólastigi á Íslandi.